Nýverið óskaði Vegagerðin eftir tilboðum í endurbætur á Landeyjahöfn. Um er að ræða byggingu á tunnum á enda brimvarnargarða, grjótvörn á garðsendum, byggingu vegar út vesturgarð og stækkun innri hafnar.

Þann 10. júlí síðastliðinn voru svo tilboðin opnuð. Tvo tilboð bárust. Lægstir voru Ístak hf. Með tilboð upp á tæpar 744 milljónir. Hitt tilboðið var frá Munck Íslandi ehf og hljóðaði upp á rúmar 893 miljónir. Áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar var hinsvegar tæpum 84 milljónum lægri en lægsta boð eða tæpar 660 milljónir.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur enn ekki verið samið við neinn en líklegt verður að teljast að samið verði við lægst bjóðanda.

Helstu verkþættir:

  1. Núverandi endi á varnargarði í Landeyjahöfn.

    Tunna og grjótvörn á eystri brimvarnargarði.
    Lagfæring núverandi vegar og snúningssvæðis,lagning aðkomuvegar út á garðsenda.
    Bygging stáltunnu við enda eystri brimvarnargarðs, fyllt í tunnu með grjóti.
    Gengið frá grjótvörn og aðkomuvegi á garðsenda eystri brimvarnargarðs.

  2. Tunna og grjótvörn á vestari brimvarnargarði.
    Endurbygging á núverandi veg, gerð snúningssvæðis, lagning vegar út á garðsenda.
    Bygging stáltunnu við enda vestari brimvarnargarðs, fyllt í tunnu.
    Gengið frá grjótvörn og aðkomuvegi á garðsenda eystri brimvarnargarðs.
  3. Tunna sem mun koma á enda varnargarðs.

    Stækkun innri hafnar.
    Stækkun innri hafnarkvíar. Lenging skjólgarðs að vestanverðu
    Bygging stáltunnu á vestari garðsenda innri hafnar.

Helstu magntölur:
· Flokkað grjót og sprengdur kjarni úr námu, um 55.000 m3
· Flokkað grjót og sprengdur kjarni upptekt og endurröðun, um 17.000 m3
· Dýpkun laust efni í -2,0 m, um 63.000 m3
· Rekstur staura 166 stk.
· Gjarðir á tunnur 11 stk.

Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 15. september 2019.

Fyrirhugaðar framkvæmdir í Landeyjahöfn