Um helgina mun Steinunn Einarsdóttir myndlistarkona halda sölusýningu á verkum sínum. Á sýningunni verða verk af öllum stærðum og gerðum og frá hinum ýmsum tímabilum.

Í tilefni þess að hún er að flytja í nýtt húsnæði verða verkin seld með miklum afslætti. Sýningin verður haldin á gamla heimilinu hennar að Vestmannabraut 36, efri hæð. Sýningin verður opin laugardag 28. júlí og sunnudaginn 29. júlí frá kl. 14:00 til 17:00. Steinunn hefur verið ötul að halda utan um listafólk í Vestmannaeyjum, bæði unga sem aldna. Þarna verður hægt að gera kjarakaup sem enginn má láta framhjá sér fara.