Makrílvertíðin er nú komin í fullan gang og hefur gengið vel bæði hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni framan af.

Kap VE að koma í land í gær. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta var niður við höfn þegar þeir komu í land með Makrílinn.

Páll Hjarðar hjá Ísfélaginu sagði í samtali við Eyjafréttir að búið væri að landa nú um 3800 tonnum og að þeir væru ánægðir með aflann sem væri að koma.Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni sagði að Makríllinn væri góđur og veiđin ágæt, „það er líka kostur hvað það er stutt að sækja aflann,“ sagði Sverrir í samtali við Eyjafréttir, en skipin eru að veiða rétt fyrir utan Eyjarnar.