Íslandsmótinu í golfi lauk í gær á okkar glæsilega Vestmannaeyjavelli. Mikið var um dýrðir og bestu kylfingar Íslands öttu kappi í fjóra daga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki og Axel Bóasson í karlaflokki.
Frá Golfklúbbi Vestmannaeyja léku átta kylfingar og þar af fjórir sem eru í unglinga-og afreksstarfi klúbbsins. Þeir stóðu sig frábærlega á stærsta sviði golfíþróttarinnar á Íslandi. Lárus Garðar lék best okkar Eyjamanna og lauk leik í 19. sæti mótsins, Kristófer Tjörvi lauk leik í 26. sæti, Daníel Ingi í því 28. og Örlygur Helgi lauk leik í 40 sæti.