Nú hefur öllum sem sóttu um lóð í Herjólfsdal verið úthlutað lóðum og númerin á tjöldunum komu á sunnudaginn. Niðursetning á súlunum er í kvöld og þeir sem ekki sóttu um lóð mega setja niður súlur klukkan 21:30 í kvöld.

Niðursetning á súlum verður á eftir töldum tímasetningum.
Reimslóð, Þórsgata og Týsgata – kl. 17:00
Ástarbraut og Veltusund – kl. 18:00
Skvísusund og Lundaholur – kl. 19:00
Sigurbraut, Sjómannasund og Golfgata – kl. 20:00
Efri byggð og Klettar – kl. 21:00
Þeir sem tóku ekki frá lóð – kl. 21:30

1. ágúst 2018
Lokað verður fyrir akandi umferð inn í dal frá innrukkunarhliðinu.

Búslóðaflutningar verða á eftirfarandi tímum:
2. ágúst 11:30 til 15:00 og 17:30 til 20:00
3. ágúst  9:00 – 11:30

Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð.

Er hægt að fá undanþágu með að fara með bíl inn í dal þegar lokað hefur verið fyrir umferð?

Herjólfsdalur er fyrst og fremst vinnusvæði þessa síðustu daga fyrir hátíð og er verið að minnka aðgengi til að tryggja öryggi sjálfboðaliða félagsins og bílstjóra. Ef fólk vill koma í Dalinn á þessum tímum þá bendum við á bílastæðin við Týsheimilið og fólk getur gengið þaðan inn í Dal.