Lögð var fram tillaga á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær að aldursviðmið í reglum um frístundastyrk verði breytt. Verði frá 2 ára aldri til 16 ára í stað 6 ára til 16 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. september á þessu ári.

Markmiðið með þessari breytingu er að styrkja fleiri aldurshópa til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Því fyrr sem börn byrja að kynnast skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeim mun meiri líkur eru á að þau tileinki sér slíka iðju. Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundarstarfi hefur veigamikil forvarnaráhrif.

Fjölskyldu- og tómstundaráð mælir með því að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundarstarfi og jafnframt nýti sér frístundastykinn.

Ráðið felur framkvæmdastjóra sviðs að koma með nánari upplýsingar um stöðu mála áður en ráðið tekur endanlega ákvörðun um tillöguna.

Bókun minnihlutans í ráðinu segir:
“Í ljósi dræmrar notkunar frístundastyrksins tekur minnihlutinn undir að gera þurfi breytingar á úthlutun frístundastyrkja. Mikilvægt er að breytingarnar séu ekki gerðar breytingnna vegna heldur byggi á lausnum sem skilað geti meiri þátttöku í tómstundastarfi. Í ljósi umræðunnar á fundinum drögum við einnig í efa hæfi einstakra fundarmanna meirihlutans í málinu.”