Margrét Mjöll Ingadóttir og Hekla Katrín Benónýsdóttir 7 að verða 8 ára gáfu heimilismönnum á Hraunbúðum 7.639 kr sem þær höfðu safnað á tombólu.  Tekin var sameiginleg ákvörðun með þeim og heimilisfólki að kaupa þjóðhátíðarskraut á sólpallinn sem hægt væri að nota í árlegum þjóðhátíðarpartýum á staðnum.  Þær stöllur vildu endilega að krakkar væru líka í þessu partýi og var þeim því að sjálfsögðu boðið að mæta en þær komast því miður ekki.

Katla Margrét Guðgeirsdóttir 9 ára og Védís Eva Bjartmarsdóttir 8 ára gáfu fyrr í sumar Hraunbúðum 6.181 kr eftir að hafa haldið tombólu sem ákveðið var að færi líka til kaupa á þjóðhátíðarskrauti.  Þeim er að sjálfsögðu líka boðið í partýið.

Við á Hraunbúðum þökkum þessum skemmtilegu stúlkum kærlega fyrir að hugsa svona fallega til eldri borgaranna okkar og höfum við nýtt peninginn í að kaupa skraut á pallinn sem sett var upp í dag fyrir okkar árlega þjóðhátíðarpartý.