KFS mætti liði Árborgar á Hásteinsvelli nú fyrr í kvöld í toppslag í C-riðli 4. deildar. Fyrir leikin voru liðin jöfn af stigum í 1. og 2. sæti. með 26 stig.

Leikurinn var bráðfjörugur og jafn. En það var Hallgrímur Þórðarsson sem kom heimamönnum yfir með marki á 79. mínútu. 1-0.

Á loka mínútu venjulegs leiktíma jafnaði Trausti Rafn Björnsson hinsvegar fyrir Árborg. Urðu lokatölur því 1-1.

Liðin eru því áfram jöfn á toppi riðilsins en KFS situr þó á toppnum með betra markahlutfall.

Óskar Pétur var á leiknum með myndavélina.