Húkkaraballið er jafnan upphafið af Þjóðhátíð hjá mörgum. Það fór fram í gær í portinu bakvið Strandveg 50 en þar hefur ballið verið haldið undanfarin ár.

Dagskráin var ekki af verri endanum en fram komu JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Sura, Baldvin x Svanur x Hjalti, DJ Egill Spegill, Þorri og Huginn.

Vel var mætt á ballið og skemmti fólk sér vel. Ekki fylgir sögunni hver húkkaði hvern en eflaust hefur einhver fundið sér lífsförunautinn í það minnsta svona fram yfir helgi.

Óskar Pétur var á staðnum og myndaði fjörið: