Vindasamur og góður sunnudagur á Þjóðhátíð

Þrátt fyr­ir vinda og vætu­samt veður í gærkvöldi á síðasta kvöldi þjóðhátíðar skemmtu þjóðhátíðargestir sem vel í dalnum. Um fimmtán þúsund gestir voru í dalnum. Þegar komið var svo að Ingó veðurguð að stýra brekkusöngnum þá hægðist á veðrinu, brekkan þéttist og tók undir með honum af miklum krafti. Ólýsanlegt, eins og alltaf. (meira…)

Tvö kynferðisafbrot til rannsóknar

Einn gisti fangageymslu eftir nóttina vegna ölvunar og óspekta í Herjólfsdal og fjórar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í gærkvöldi og nótt. Alvarlegasta árásin var tilkynnt til lögreglu um kvöldmatarleytið í gær þegar verið var að flytja mann á landspítala vegna innvortis blæðinga. Árásarþoli vildi ekki segja til árásarmannsins en eftirgrennslan lögreglu leiddi til þess […]

Krónan óskar eftir samfélagsverkefnum til að styrkja

Krónan auglýsir þessa dagana eftir styrktarumsóknum frá Vestmannaeyjum. „Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum,” segir í auglýsingunni. Um er að ræða samfélagsstyrki sem styðja samfélagið t.d. á sviði íþrótta/hreyfingar, menningar og lista eða menntunar. Krónan hefur hingað til veitt styrkinn mánaðarlega og verið bundið barna- og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.