Í gær var haldinn hluthafafundur Herjólfs ohf. Tilgangur fundarins var að gera breytingu á stjórn félagsins og var ein breyting gerð á aðalmönnum. Nýr meirihluti lagði til að Dóra Björk Gunnarsdóttir kæmi inn frá H-lista og er hún nýr aðalmaður, það var Kristín Jóhannsdóttir, fulltrúi E-lista sem gekk úr stjórn.

Í stjórn sitja núna þá, Lúðvík Bergvinsson, Páll Guðmundsson, Dóra Björk Gunnarsdóttir, Arndís Bára Ingimarsdóttir og Grímur Gíslason. Varamenn eru Birna Þórsdóttir Vídó og Halldór Bjarnason