Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Grunnskólans í Vestmannaeyjum

Anna Rós Hallgrímsdóttir er nýr skólastjóri grunnskóla Vestmannaeyja. Hún segir að kennaranámið hafi alltaf heillað og innst inni stefndi hún alltaf þá leið. Hún hefur verði deildarstjóri við Grunnskólann síðan árið 2010 og þekkir starfið vel nú þegar hún tekur við sem Skólastjóri. Hún segir tækifærin liggja í starfsfólki skólans og að nýtt upphaf hefjist í haust með nýju stjórnendateymi.  Anna Rós var í viðtali við Eyjafréttir í síðasta tölublaði.

Anna Rós er fædd árið 1981 og er uppalin í Vestmannaeyjum, frumburður foreldra sinna sem eru þau Hallgrímur Tryggvason og Ásdís Sævaldsdóttir. Hún gekk í Barnaskólann og kláraði stúdentinn frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Hún sagði að kennarastarfið hafi alltaf blundað í henni en af einhverjum ástæðum reyndi hún í þó nokkurn tíma að finna sér eitthvað allt annað til þess að læra.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In