ÍBV og Breiðablik mætast í þrettándu umferð Pepsí-deildar kvenna á Hásteinsvelli í dag. Breiðablik hefur verið að gera það gott og er liðið á toppi deildarinnar með 33 stig. Stelpurnar okkar eru í sjötta sæti með 14 stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í dag og er einnig sýndur á stöð tvö sport.