Hrönn Vilborg Hannesdóttir

Þess var minnst  7. júlí sl. á  opnu málþingi í  Sagnheimum að 50 ár voru liðin frá því fyrsta vatnsleiðslan var lögð til Eyja.  Í sömu viku var fylgdi sérstakt 18 bls. vatnsblað með Eyjafréttum.  Í blaðinu  var fjallað var undirbúning og framkvæmdir sem hófust sumarið 1966 með lagningu vatnsleiðslu frá vatnsinntaki úr bergvatnsá við  bænum Syðstu Mörk  til Landeyjasands  og lauk með byggingu vatnstanks við Löngulág  í Eyjum vorið 1972. Nýjar vatnsleiðslur voru lagðar 1971 og sú þriðja 2008.   

Á málþinginu fjallaði Ívar Atlason tæknifræðingur hjá HS veitum um þessar gríðarlegu framkvæmdir, Hrönn Hannesdóttir húsmóðir sagði frá sinni upplifun að alast upp við vatnsleysi í Eyjum.  Dofri Eysteinsson, verktaki  eigandi  Suðurverks ræddi um fyrsta verkefnið  að grafa fyrir vatnsleiðslu í landi fyrir liðlega  50 árum og samstarfinu við Eyjamenn. Loks fór Gunnar Marmundsson , eftirlitsmaður Vatnsveitu í land yfir sitt hlutverk en hann lét af störfum fyrir tveimur árum eftir 48 ára starf við vatnsveituna.  Í lokin var  ljósmynd Sigurgeirs Jónassonar  varpað á tjaldið , en búið  er að þekkja yfir 300 manns á myndinni sem var tekin 20. júlí 1968  þegar vatnsleiðslan kom til Eyja.  Kvikmynd NKT framleiðenda vatnsleiðslunnar sem var tekin 1968 var sýnd í lokin. Málþingið tókst vel og voru þátttakendur líklega 100 talsins.  Áhugahópur um þennan  merka atburð í sögu byggðar í Eyjum skipuðu Ívar Atlason, Stefán Ó. Jónasson, Kári Bjarnason og Arnar Sigurmundsson.  Ómar Garðarsson annaðist ritstjórn fylgiblaðs Eyjafrétta fyrir hópinn, Vatn í 50 ár.                

Hrönn Vilborg Hannesdóttir, alin upp í húsinu  Hæli við  Brekastíg,,  síðar húsmóðir á Bakkastíg  fram að gosi og loks á Stapavegi og þekkir tímanna tvenna hún heimilaði Eyjafréttum að birta  það sem hún hafði fram að færa á málþinginu. Þetta er hennar frásögn. 

 

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In