Sum­ar­vertíðin hófst um mánaðamót­in hjá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja á Þórs­höfn og er búið að taka þar á móti um 1.500 tonn­um af mak­ríl, segri í frétt á mbl.is

Að sögn skip­stjóra Heima­eyj­ar var nokkuð löng sigl­ing á miðin suðaust­ur af land­inu, eða um 12 tím­ar. Unnið er nú all­an sól­ar­hring­inn í vinnsl­unni og vertíðarbrag­ur kom­inn á bæ­inn. Ísfé­lagið hef­ur verið í tölu­verðum fram­kvæmd­um í vinnsl­unni á Þórs­höfn og mik­il end­ur­nýj­un þar á búnaði til vinnslu upp­sjáv­ar­fisks og með því er stuðlað að aukn­um gæðum fram­leiðslu og meiri sjálf­virkni í vinnsl­unni.

www.mbl.is