Strákarnir tóku þrjú stig í Kaplakrika í dag þegar þeir unnu FH-inga 2-0, en liðin átt­ust við í 16. um­ferð Pepsi-deild­ar karla. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði bæði mörk ÍBV í dag.

Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV

Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV sagði í samtali við mbl.is í dag að leikurinn hafi gengið eftir eins og þeir höfðu lagt upp með, „FH-ing­arn­ir byrjuðu leik­inn vel og fengu nokk­ur hálf­færi. Ég var svo­lítið smeyk­ur í byrj­un leiks­ins. Mér fannst við fálma of mikið á þeim. Við lág­um aft­ar­lega en kannski voru menn bara að finna völl­inn og finna út styrk FH-liðsins. Við unn­um okk­ur hægt og bít­andi inn í leik­inn og skiluðum heilt yfir mjög góðum leik. Fyrra mark okk­ar var stór­kost­legt og það góð til­finn­ing að fara inn í hálfleik­inn með tveggja marka for­ystu. Mér finnst vera komið ákveðið jafn­vægi í liðið og það leit bet­ur út í þess­um leik en í mörg­um leikj­um í sum­ar. Í seinni hálfleik unnu menn þá vinnu sem þeir áttu að gera og þetta var virki­lega vel gert hjá strák­un­um. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið gríðarlega mik­il­væg þrjú stig sem við krækt­um í. Við erum ekki bún­ir að gefa það út hvort við erum í botn­bar­áttu eða topp­bar­áttu en stig­in okk­ar segja að við erum nær botn­bar­átt­unni. Með þess­um sigri ýtt­um við okk­ur fjær botnliðunum sem er vel,“ sagði Kristján í samtali við mbl.is