Einar Gunnarsson

Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Vestmanaeyja. Hann er aðeins ráðinn til eins árs, eða meðan að Ingibjörg Jónsdóttir er í árs leyfi. Þetta staðfesti Jón Pétursson hjá fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar, „Anna Rós hefur ráðið Einar Gunnarsson sem aðstoðarskólastjóra í eitt ár fyrir Ingibjörgu Jónsdóttur.“

Einar er giftur Söru Jóhannsdóttur og eiga þau fjögur börn. Hann er menntaður kennari og starfaði í 13 ár sem stærðfræðikennari áður en hann og fjölskyldan flutti til Vestmannaeyja, en síðan þá hefur Einar séð um golkennslu hjá golfklúbbi Vestmannaeyja eða síðustu þrjú ár.

Þegar Eyjafréttir höfðu samband við Einar sagðist hann mjög spenntur fyrir komandi tímum, „þetta er spennandi verkefni og það er mikið framundan. Margt sem ég þarf að læra hratt, en ég er líka tilbúin í það,“ sagði Einar.