Leikfélag Vestmannaeyja ætlar að sýna leikritið Glanni Glæpur í Latabæ í vetur. Þessa daganna auglýsir leikfélagið eftir leikstjóra til að leikstýra verkinu og áætla þau að byrja æfa 1. september og ætla þau að taka 8 vikur í að æfa verkið og má því áætla að byrjað verði að sýna verkið í nóvember.