Í september eru tvö ár síðan kona á fimmtugsaldri var flutt þungt haldin með þyrlu á Landsspítalann eftir nauðgun og líkamsárás í Vestmannaeyjum. Ekki hefur verið gefin út ákæra í málinu sem var sent til framhaldsrannsóknar í vor. Rannsókninni er lokið greinir rúv frá í dag.

Maður á þrítugsaldri handtekinn grunaður hrottalegt ofbeldi og nauðgun
Aðfaranótt 17. september 2016 fannst kona á fimmtugsaldri nakin og meðvitundarlaus í húsagarði í Vestmannaeyjum. Konan var flutt alvarlega slösuð með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Maður á þrítugsaldri var handtekinn skömmu síðar grunaður um að hafa beitt konuna hrottalegu ofbeldi og nauðgað henni.
Konan fór úr landi fljótlega eftir árásina, og reyndist lögreglu erfitt að ná tali af henni en skýrsla var tekin af henni sumarið 2017. Rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum lauk í október 2017. Héraðssaksóknara vísaði málinu aftur til lögreglu í febrúar á þessu ári, til framhaldsrannsóknar, þar sem þörf væri á utanaðkomandi sérfræðiáliti.

Framhaldsrannsókn lauk nýverið og segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari að ekki sé hægt að upplýsa á þessari stundu hvort gefin verður út ákæra, en upplýsinga um það megi vænta fljótlega.

Unnið úr frétt af rúv.is