Hornamaðurinn efnilegi Ágúst Emil Grét­ars­son hef­ur skrifað und­ir tveggja ára samn­ing við Gróttu. Ágúst er tví­tug­ur og hefur leikið sem hægri hornamaður með ÍBV.

Ágúst var einnig við æf­ing­ar og keppni með U-20 ára landsliði Íslands í sum­ar og kem­ur því til móts við Gróttuliðið í topp­formi. „Ég er mjög spennt­ur fyr­ir kom­andi tíma­bili. Það er áskor­un fyr­ir mig að spila í fyrsta sinn með öðru liði en ÍBV en Grótta er með skemmti­lega blöndu af ung­um og eldri leik­mönn­um og eins er Ein­ar þjálf­ari mjög fær og hef ég fulla trú á því að ég geti bætt mig hell­ing sem leikmaður og að kom­andi tíma­bil verði stór­skemmti­legt,“ sagði Ágúst við und­ir­skrift­ina í gær.