KFS fékk ísbjörninn frá Kópavogi í heimsókn á Týsvöllin í dag. Það er skemmst að segja frá því að heimamenn höfðu öll höld og tögl á vellinum og fór það svo að leikurinn endaði 7 – 0 KFS í vil.

Mörk KFS skoruðu Egill Jóhannsson, Erik Ragnar Gíslason Ruix, Bjarni Rúnar Einarsson, Ehsan Sarbazi, Jóhann Ingi Þórðarson og Hjalti Jóhannsson sem skoraði 2.

KFS situr í öðru sæti C-riðills 4. deildar, fjórum stigum á eftir Álftanesi.