Framhaldsskóli Vestmannaeyja fór af stað núna fyrir helgina. Tekið var á móti nýnemum með leikjum og öðru misskemmtilegu fjöri á föstudaginn, en busavíglans hefur mikið breyst í gegnum árin. Eftir fjörið fengu sér allir grillaðar pulsur í boði skólans.

Í næsta tölublaði af Eyjafréttum sem kemur út miðvikudaginn 5.september tökum við spjall við Helgu Kristínu Kolbeins skólameistara.