Nú líður að því að Olísdeildir karla og kvenna í handbolta fari af stað á ný, en hún hefst 9. september. Undirbúningur liðanna er því í fullum gangi.

Einn liður í undirbúningnum hjá körlunum var Ragnarsmótið á Selfossi sem fram fór dagana 16.-18. ágúst. Þar var keppt í tveimur riðlum. Í A-riðli léku Selfoss, ÍR og ÍBV og í B-riðli Haukar, Afturelding og Víkingur.
Fór svo að ÍBV vann sinn riðil og mætti Haukum í úrslitaleik. Þar höfðu Haukar betur í hörkuleik.
Þá var Fannar Þór Friðgeirsson hjá ÍBV valinn varnarmaður mótsins.

Mynd: Instagram/ibv_handbolti

Annar liður í undirbúningnum fór fram um helgina þar sem lið fór í æfingaferð til Finnlands. Þar mættu strákarnir firnasterku lið Riihämen Cocks í tveimur leikjum.
Báðir leikirnir enduðu með tveggja marka sigri ÍBV. 29-31 annar vegar og 22-24 hins vegar.

Í næsta blaði Eyjafrétta, sem kemur út þann 5. september næstkomandi, verður kynning á  karla-, og kvennaliði ÍBV í handbolta. En töluverðar breytingar hafa orðið á liðunum frá síðasta tímabili.