Fyrir fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 27. ágúst síðastliðinn lá fyrir umsókn frá Júlíusi Hallgrímssyni á lóðum sunnan við Áshamar 1. Þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús. En erindinu var frestað á síðasta fundi ráðsins.

Lagðar fram og kynntar hugmyndir frá Studio Halli Friðgeirs og co sem sýna mögulega útfærslu ráðhúsana.

Ráðið gat ekki svarað og sá sig knúið til að fresta erindinu aftur til næsta fundar.
„Ráðið samþykkir að skipa starfshóp um skipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð. Ráðið leggur til að formaður ráðsins, starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs, fulltrúi frá ÍBV íþróttafélagi og fulltrúi frá rekstaraðila tjaldsvæða fundi um framtíðarskipulag tjaldsvæða á Þjóðhátíð áður en farið er í frekari skipulagsvinnu,” segir í fundargerð ráðsins.