Umsjónarkennarar og stjórnendur GRV veturinn 2018-2019

Gengið hefur verið frá öllum ráðningum umsjónakennara og stjórnenda við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir veturinn 2018-2019. Miklar breytingar hafa átt sér stað á stjórnendateymi skólans. Anna Rós Hallgrímsdóttir tekur við sem skólastjóri. Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Barnaskóla, hann er ráðinn tímabundið í eitt ár í fjarveru Ingibjargar Jónsdóttur. Óskar Jósúason hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla. […]
Frístundastyrkur í boði frá 2ja ára aldri

Lagt var til á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær, þriðjudaginn 28. ágúst, að gerðar verði breytingar á aldursviðmiðum reglna um frístundastyrk þannig að styrkurinn gildi frá 2ja ára aldri í stað 6 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. október nk. „Það er stefna meirihlutans að betrumbæta og gera styrkinn […]
Stefnir í metþátttöku á laugardaginn

Allt stefnir í að metþátttaka verið í Vestmannaeyjahlaupinu í ár. „Hlaupið fer fram næstkomandi laugardag og nú þegar hafa skráð sig um 210 manns sem er meira en á sama tíma og þegar metið var sett 2011,” sagði Magnús Bragason einn skipuleggjanda Vestmannaeyjahlaupsins í spjalli við Eyjafréttir. „Margir af bestu hlaupurum landins hafa boðað komu […]
Enginn á móti uppbyggingu í Áshamri

Eyjafréttir sögðu frá því í gær að fyrir fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 27. ágúst síðastliðinn lá fyrir umsókn um lóð sunnan við Áshamar 1. Þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús. En erindinu var frestað til næsta fundar ráðsins. Í kjölfarið sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBV í samtali við Eyjafréttir að […]
Opið hús hjá Björgunarfélaginu á laugardag

Þann 4. ágúst síðastliðinn voru liðin eitt hundrað ár frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Í tilefni af aldarafmælinu býður Björgunarfélagið bæjarbúum í opið hús laugardaginn 1.september næstkomandi. Húsnæði félagsins að Faxastíg 38 verður opið frá 10:00 – 14:00 og gefst bæjarbúum þar kostur á að skoða húsnæði félagsins og þann búnað sem félagið […]
Minni þörf á dýpkun á næstu árum

Vegagerðin reiknar með að mun minna þurfi að dýpka í og við Landeyjahöfn á næstu þremur árum en þurft hefur síðustu fjögur árin. Stafar það af því að nýja Vestmannaeyjaferjan ristir grynnra en núverandi Herjólfur. Vegagerðin hefur boðið út dýpkun við Landeyjahöfn næstu þrjú árin. Miðað er við 300 þúsund rúmmetra dýpkun á ári, eða […]