Þann 4. ágúst síðastliðinn voru liðin eitt hundrað ár frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Í tilefni af aldarafmælinu býður Björgunarfélagið bæjarbúum í opið hús laugardaginn 1.september næstkomandi.

Húsnæði félagsins að Faxastíg 38 verður opið frá 10:00 – 14:00 og gefst bæjarbúum þar kostur á að skoða húsnæði félagsins og þann búnað sem félagið á.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.