Gunnar Heiðar með þrennu í kveðjuleiknum

Hann var þýðingarlítill leikur ÍBV og Grindavíkur í lokaumferð Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið gengu því pressulaus inn á Grindavíkurvöll. Leikurinn var síðasti leikur ÍBV undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara. En einnig var þetta síðasti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar á ferlinum og má svo sannarlega segja að hann hafi kvatt með stæl. Leikurinn var […]

Breytingar á lóðum Grunnskóla Vestmannaeyja

Á fundi fræðsluráðs síðastliðinn mánudag var kynnt áætlun um breytingar á skólalóðum Hamarsskóla og Barnaskóla. Fengnir voru landslagsarkitektar til að leggja upp drög að lagfæringum og framkvæmdum við lóðirnar sem unnið verður eftir. Sem dæmi á að endurnýja yfirborð skólalóðanna a.m.k. að hluta, setja upp fjölbreytt leiktæki og leiksvæði, lýsing verður bætt, bætt við hjólastæðum, […]

Mikill afli og ýsuveiðin aldrei meiri

Ágúsmánuður hefur svo sannarlega verið góður hjá Vestmannaey VE og Bergey VE en það er Bergur-Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar, sem gerir skipin út, segir í frétt á facebooksíðu Síldarvinnslunnar. Afli skipanna samtals í mánuðinum er 829 tonn af slægðum fiski en til samanburðar veiddu þau 661 tonn í fyrra. Heildarafli hvors skips á fiskveiðiárinu fer yfir […]

Sunnudagaskólinn fer af stað

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður í Landakirkju nk sunnudag, 2. september og á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00. Verður allt sett á fullt með söng, sögu og gleði en þeir sr. Guðmundur og Gísli sjá um stundina. Hlökkum til að sjá alla (meira…)

Umhverfis Suðurland – Plastlaus september

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráð kom fram að Vestmannaeyjar eru þátttakendur í verkefninu Umhverfis Suðurland. En hvað er það? Umhverfis Suðurland er áhersluverkefni og sameiginlegt átak sveitarfélaganna fjórtán á Suðurlandi með Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Það gengur út á öflugt árverkni- og hreinsunarátak þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.