Vestmannaeyjahlaupið fer fram í dag í ágætis veðri. Veðrið hefur þó sett sitt mark á hlaupið. Þar sem Herjólfur sigldi í gær og í dag í Þorlákshöfn er ekki von á mörgum hlaupurum af fastalandinu.

“Vestmannaeyjahlaupið fer fram í dag í ágætu veðri. Um 100 manns munu hlaupa. Það hefðu verið 300 manns ef Herjólfur hefði siglt í Landeyjahöfn. Nokkrir Harðjaxlar komu frá Þorlákshöfn í gær í leiðinlegu sjóveðri.” segir Magnús Bragason einn skipuleggjandanna á Facebook síðu sinni.

Dagskrá dagsins er sem hér segir:
10:00 Gögn afhend þeim sem eru nýkomnir.
10:30 Tónlist við íþróttamiðstöð.
11:00 Krakkahlaup 6-10 ára frá Herjólfsdal (sviði) að marki á Brekkugötu.
11:15 Brautaverðir fara á sína staði.
11:30 21 km hlaupið hefst.
11:40 Krakkahlaup 5 ára og yngri upp Brekkugötuna.
11:45 Upphitun og stemmning við ráspól.
12:00 5 og 10 km hlaup hefjast.
12:00 Boðið upp á kaffi við mark fyrir áhorfendur.
12:20 Fyrstu menn fara að koma í mark úr 5 km.
12:35 Fyrstu menn fara að koma í mark úr 10 km.
13:00 Fyrstu menn fara að koma í mark úr 21 km.
Verðlaunaafhendin sun og slit.