Í byrjun ágúst eða þann 4. ágúst voru liðin hundrað ár frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Á afmælisdaginn sjálfan fögnuðu félagar BV með því að setja extra púður í flugeldasýningu sína á Þjóðhátíð Vestmannaeyja.

Nú um helgina fór svo fram heljarinnar afmælisveisla. Hófst hún með opnu hús hjá félaginu á laugardaginn.

Um kvöldið fögnuðu núverandi og fyrrverandi meðlimir Björgunarfélags Vestmannaeyja ásamt velunnurum sínum. Um 230 einstaklingar mættu í fögnuð félagsins og var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heiðursgestur en einnig mættu til Vestmannaeyja Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt áhöfnum á varðskipinu Þór og þyrlunni TF LÍF. Veislustjórar í afmælinu voru þeir séra Ólafur Jóhann Borgþórsson og Kjartan Vídó.
Halldór Sveinsson fyrrverandi stjórnarmaður í Björgunarfélaginu fór yfir sögu félagsins og minntist m.a. þeirra Kjartans Eggertssonar og Hannesar Kristins Óskarssonar sem létust við störf og æfingar á vegum félagsins. Fjölmargir ávörpuðu samkomuna og færðu félaginu heillaóskir og gjafir í tilefni afmælisins meðal þeirra sem tók til máls var Örn Bjarnason fyrsti sveitarforingi Hjálparsveitar Skáta Vestmannaeyja.

Okkar maður Óskar Pétur lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn og tók myndirnar hér að neðan.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In