Konur í Kvenfélagi Landakirkju koma saman að nýju á þriðjudagskvöldið kemur, 11. september kl. 20.00 á vikulegri samveru sinni í safnaðarheimilinu. Konur á öllum aldri er velkomnar í þetta gefandi starf en tilgangur félagsins var að hlúa að Landakirkju og styðja kirkjulegt starf.

Landakirkja hefur fengið að njóta þess í gegnum árin og er hægt að taka til fjölmargar stórgjafir, s.s. sálmabækur og skrúða í kirkjuna, húsgögn og búnað í Safnaðarheimilið og margt fleira.
Kapella Sjúkrahússins, sjúkraþjálfar, heilbrigðisstofnunin og elliheimilið Hraunbúðir hafa einnig fengið að njóta góðs af störfum Kvenfélagsins. Félagið styrkir einnig einstaklinga vegna veikinda og annarra erfiðleika í aðstæðum fólks.

Aðaltekjur félagsins eru af sölu samúðarkorta en kvenfélagskonur hafa einnig annast þjónustu við erfidrykkjur í Safnaðarheimilinu og er það bæði mikilvæg tekjuöflun og vel þegin þjónusta við aðstandendur

Allar konur velkomnar
Stjórnin