Hefja dýpkun í Landeyjahöfn um næstu helgi

Stefnt er að því að hefja dýpkun í Landeyjahöfn núna um næstu helgi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Eins og fram kemur í fundargerð bæjarráðs frá 4. september s.l. er staðan á dýpi í höfninni góð en engu að síður vilja menn bæta hana enn frekar fyrir haustið. (meira…)

Veitir mikilvægar upplýsingar um hver einkenni ofbeldis eru

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og Lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa í sameiningu látið gefa út upplýsingabækling um hvert fólk geti leitað búi það við ofbeldi. Bæklingurinn ber heitið „Býrð þú við ofbeldi“ og er texti hans á íslensku, ensku og pólsku. Útgáfan er liður í forvarnarstarfi lögreglunnar gegn heimilisofbeldi og veitir mikilvægar upplýsingar um hver einkenni ofbeldis […]

Afmælisnefnd skipuð hjá bænum

Bæjarráð skipaði í síðustu viku starfshóp vegna 100 ára afmælis kaupstaðaréttinda Vestmannaeyjabæjar sem er á næsta ári. Afmælisnefndin tekur við af annari nefnd sem hóf störf á síðasta kjörtímabili og var fyrsti fundur nýrrar nefndar í fyrradag. Í afmælisnefndinni eru Arnar Sigurmundsson, Hrefna Jónsdóttir og Stefán Óskar Jónasson. Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mun einnig […]

Það tekur tíma að búa til lærdómssamfélag 

Það var glæsilegur hópur nemenda sem hóf nám við framhaldsskólann nú á haustönn, nemendurnir eru 230 talsins og er það á pari við það sem hefur verið síðustu ár. Samningurinn sem skólinn hefur við menntamálaráðuneytið hljóðar uppá 204 nemendur og fær skólinn því aðeins greitt með þeim fjölda og þýðir að við fáum ekki greitt með sem nemur 8% af þeim nemendum sem stunda hér nám. “Við reynum alltaf að […]

730 millj­ón króna dýpk­un­ar­búnaður

Heildarfjárheimild til samgangna fyrir árið 2019 er áætluð 41,4 milljarðar á árinu 2019 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hækkunin nemur um 12,3% frá gildandi fjárlögum. Gert er ráð fyr­ir því að heild­ar­út­gjöld til mála­flokks­ins verði rúm­ir 41,3 millj­arðar. Hækkun á framlagi til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu nemur 3,8 milljörðum króna þar sem stefnt er að að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.