Bæjarráð skipaði í síðustu viku starfshóp vegna 100 ára afmælis kaupstaðaréttinda Vestmannaeyjabæjar sem er á næsta ári. Afmælisnefndin tekur við af annari nefnd sem hóf störf á síðasta kjörtímabili og var fyrsti fundur nýrrar nefndar í fyrradag.

Í afmælisnefndinni eru Arnar Sigurmundsson, Hrefna Jónsdóttir og Stefán Óskar Jónasson. Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mun einnig starfa með hópnum ásamt fleiri starfsmönnum bæjarins.