Það var glæsilegur hópur nemenda sem hóf nám við framhaldsskólann nú á haustönn, nemendurnir eru 230 talsins og er það á pari við það sem hefur verið síðustu ár. Samningurinn sem skólinn hefur við menntamálaráðuneytið hljóðar uppá 204 nemendur og fær skólinn því aðeins greitt með þeim fjölda og þýðir að við fáum ekki greitt með sem nemur 8% af þeim nemendum sem stunda hér nám. “Við reynum alltaf að taka inn alla þá nemendur sem sækja um og eru búsettir hérna og náum að gera það,“ sagði Helga Kristín Kolbeins skólameistari þegar blaðamaður kíkti við í Framhaldsskóla Vestmannaeyja á dögunum.

Helga Kristín sagði að mikil breyting væri á samsetningu námsins hjá nemendum, „við settum okkur markmið fyrir nokkrum árum að 20% af nemenda væri í iðn- og verknámi og erum að gera gott betur en það því nú eru 33% af nemendum sem stunda það.  23% af nemendum sem voru að koma upp úr 10. bekk fóru beint í iðn- og verknám, en stutt er síðan að nær  allir sóttu í bóknám,“ sagði Helga Kristín og bætti við að þau væru að sjá gríðarlega mikinn metnað hjá nemendum sem væru að byrja og þeir væru á öllum aldri. Yngsti nemandi skólans er 15 ára og sá elsti um fimmtugt.

Skólinn er 40 ára á næsta ári  
Helga Kristín talaði um hugarfarsbreytingu hjá nemendum og aðspurð sagði hún að meiri stuðningur að heiman væri þar að þakka, „það er hugarfarsbreyting

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In