Kona, sem varð fyr­ir al­var­legri lík­ams­árás í Vest­manna­eyj­um í sept­em­ber 2016, krefst átta millj­óna króna í miska­bæt­ur auk vaxta frá 25 ára göml­um karl­manni sem ákærður hef­ur verið fyr­ir árás­ina, en ákær­an var þing­fest í Héraðsdómi Suður­lands í dag.

Fram kem­ur í frétt Rík­is­út­varps­ins að maður­inn sé sakaður um að hafa kýlt kon­una í and­litið við skemmti­staðinn Lund­ann í Vest­manna­eyj­um. Hún hafi fallið við það og maður­inn þá veist að henni með ít­rekuðum höggym og spörk­um í and­lit og búk. Þá hafi hann klætt hana úr öll­um föt­um og yf­ir­gefið hana nakta, mik­il slasaða og bjarg­ar­lausa.

Kon­an er sögð í ákæru hafa hlotið áverka í and­liti og aft­an á hnakka og sár víðar á lík­am­an­um fyr­ir utan of­kæl­ingu. Maður­inn er ákærður fyr­ir lík­ams­árás en einnig fyr­ir blygðun­ar­sem­is­brot fyr­ir að hafa komið kon­unni í áður­nefnt ástand. Við fyrra brot­inu ligg­ur allt að sex­tán ára fang­elsi en því síðara allt að átta ára fang­elsi.

Maður­inn var upp­haf­lega grunaður um að hafa nauðgað kon­unni en hann er hins veg­ar ekki ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn henni.

Mbl.is greindi frá