Eftir að hafa leitt 0-1 í hálfleik tóku Valsmenn öll völd í síðari hálfleik í leik liðanna í Pepsi-deild karla á Hlíðarenda í gær Sunnudag.

Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og pressuðu Valsmenn hátt í upphafi fyrri hálfleiks. Það bar árangur á 20. mínútu þegar Arli Arnarsson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Diogo Coelho. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í síðari hálfleik mætti hins vegar bara annað liðið á völlinn. Á 56. mínútu jafnaði Patrick Pedersen fyrir Val. Níu mínútum síðar var staðan orðin 4-1 Valsmönnum í vil. Peterson fullkomnaði svo góðan leik sinn og þrennuna með fimmta marki Valsmanna á 88. mínútu. Lokatölur því Valur 5, ÍBV 1.

Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV sagði í samtali við mbl.is eftir leik, óásættanlegt hvernig þeir brugðust við jöfnunarmarki Valsmanna. „Þarna feng­um við á okk­ur þrjú mörk á fimm mín­út­um og  fjög­ur á níu mín­útna kafla, og það er eitt­hvað sem við þurf­um að skoða og bregðast við. Á morg­un för­um við yfir hlut­ina og verðum að bæta þetta því svona frammistaða er ekki boðleg.”

ÍBV er því áfram í fallhættu með 23 stig, fjórum stigum ofar en Fjölnir sem situr í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Næsti leikur ÍBV er gegn nýbökuðum Bikarmeisturum Stjörnunnar á Hásteinsvelli næstkomandi sunnudag. Í lokaumferðinni sækja strákarnir svo Grindavík heim.