Búið að ráða framkvæmdarstjóra Herjólfs

Á fundi stjórnar Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í gær, þann 17. september sl., var það einróma niðurstaða stjórnar félagsins að ráða í starf framkvæmdastjóra, Guðbjart Ellert Jónsson. Guðbjartur Ellert Jónsson er fæddur á Akureyri árið 1963, og ólst þar upp. Guðbjartur er giftur Önnu Láru Finnsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn. Guðbjartur lauk BS námi […]
FISK-Seafood kaupir hlut Brims í Vinnslustöðinni

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er kr. níu milljarðar og fjörgurhundruð milljónir. Samningurinn verður sendur Samkeppniseftirlitinu. Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar […]
Stöðugt verðlag fremur en launahækkanir

Mun fleiri landsmenn eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir. Tæplega tveir af hverjum þremur hafa áhyggjur af mikilli verðbólgu. Þetta sýnir ný könnun Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins. Helmingur landsmanna er hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla er lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á […]
Vill leiðrétta mismunun í endurgreiðslum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill leiðrétta mismunun hjá börnum með fæðingargalla eins og til dæmis klofinn góm sem varðar endurgreiðslur fyrir tannréttingar. Ráðherra sagði í gær að fyrirkomulagið væri óeðlilegt og hefur farið fram á að málið verði skoðað í ráðuneytinu svo hægt verði að breyta reglugerð til að jafna stöðu allra barna með fæðingargalla. Í […]
Mannauðurinn er okkar dýrmætasta auðlind

Vestmannaeyjar hafa í gegnum tíðina verið ríkar af hinum ýmsu auðlindum, hér áður fyrr voru björgin og úteyjarnar mikið forðabúr, þá líkt og nú voru fiskimiðin gjöful og mikilvæg auðlind, hugvitsmenn nýttu svo þær náttúruhamfarir sem gengu yfir eyjuna okkar til að kynda húsnæði Eyjamanna á tímabili og stórbrotin náttúra okkar, saga og menning er […]
Smíði hafin á Vestmannaey og Bergey

Undir lok síðasta árs undirrituðu fulltrúar fjögurra íslenskra útgerðarfélaga samninga um smíði sjö togara hjá norsku skipasmíðastöðinni Vard. Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum, lætur smíða tvö þessara skipa en þeim er ætlað að koma í stað núverandi Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE. Skipin sem hér um ræðir verða 28,95 m að lengd og 12 […]
Glæsilegur sigur í síðasta heimaleiknum

ÍBV sigraði HK/Víking með fimm mörkum gegn einu í dag þegar liðin áttust við á Hásteinsvelli í frá. Cloé Lacasse átti frábæran leik og gerði fjögur af mörkum Eyjakvenna. ÍBV tryggði sér fimmta sætið í deildinni með sigrinum og er með 25 stig fyrir lokaumferðina. (meira…)