Helgi Geir kveður Ísleif VE og Vinnslustöðina

„Ég geng í land úr síðustu veiðiferðinni og kveð áhöfnina, Ísleif VE og Vinnslustöðina sáttur við guð og menn,“ segir Helgi Geir Valdimarsson, sem lauk tæplega 18 ára starfsferli sínum hjá Vinnslustöðinni í dag. Yfirmenn fyrirtækisins, Sigurgeir B. Kristgeirsson og Sindri Viðarsson, tóku á móti áhöfninni með tertum og blómum þegar Ísleifur kom til hafnar, […]
5% færri farþegar með Herjólfi en í fyrra

5.1% færri farþegar eða 12.577 ferðuðust með Herjólfi tímabilið 15. maí til 19. september en á sama tíma á síðasta ári. Þetta má lesa úr tölum frá Gunnlaugi Grettissyni, forstöðumanni ferjureksturs hjá Eimskip. Mestur er munurinn í maí en þá ferðuðust rúmlega 6.000 færri farþegar með Herjólfi. Stóran hluta skýringarinnar má væntanlega rekja til þess […]
Lokahóf yngri flokka fer fram á fimmtudag

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu verður haldið í Týsheimilinu á morgun fimmtudag. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 15.30 – 16.15 7. og 8.flokkur. Kl. 16.30 – 17.15 5. og 6.flokkur. Kl. 18.30 – 20.00 3. og 4.flokkur. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta með iðkendum. ÁFRAM ÍBV (meira…)