Taflan sýnir samanburð, á fjölda ferða á tímabilun 15. maí til 15. sept. í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn, milli árana 2017 og 2018.

5.1% færri farþegar eða 12.577 ferðuðust með Herjólfi tímabilið 15. maí til 19. september en á sama tíma á síðasta ári. Þetta má lesa úr tölum frá Gunnlaugi Grettissyni, forstöðumanni ferjureksturs hjá Eimskip.

Taflan sýnir samanburð á fjölda farþega og bíla með Herjólfi á tímabilinu 15. maí til 15. sept. milli árana 2017 og 2018.

Mestur er munurinn í maí en þá ferðuðust rúmlega 6.000 færri farþegar með Herjólfi. Stóran hluta skýringarinnar má væntanlega rekja til þess að fimm sinnum á þessu tímabili var siglt til Þorlákshafnar en aldrei á síðasta ári. Þar af leiðandi 50 færri ferðir í Landeyjahöfn.

Í júlí er einnig merkjanlegur munur eða rúmlega 4000 færri farþegar. Má velta fyrir sér skýringum á því. Ein þeirra er veðrið. Veitingamenn tala um töluverða fækkun á íslenskum ferðalöngum. Það má því velta því fyrir sér hvort skortur á sumarveðri hafi dregið fólk meira í frí erlendis en innanlands heldur en síðasta sumar.

Athygli vekur að fjöldi bíla með skipinu er þó nokkuð stöðugur milli ára en 24 fleiri bíll var fluttur á milli í ár.