Það er heldur farið að hægjast á pysjuævintýrinu í Eyjum enn eru þó pysjur að finnast.

Í heildina er búið að koma 5435 pysjur í Pysjueftirlit Sæheima sem er það lang mesta frá því að mælingar hófust. Það er nóg að gera í Sæheimum þessa dagana þrátt fyrir að pysjunum hafi fækkað voru þær samt 88 sem vigtuðust í gær.

“Við fengum líka skemmtilegar heimsóknir í dag, annarsvegar frá tveimur hópum af leikskólanum Sóla, sem komu með þrjár pysjur í vigtun og hins vegar sjónvarpsstöðinni BBC.” segir á Facebook síðu Sæheima.