„VÍS hef­ur í sam­ræmi við nýja framtíðar­sýn sína um að verða sta­f­rænt þjón­ustu­fyr­ir­tæki ákveðið að end­ur­skipu­leggja og ein­falda fyr­ir­komu­lag þjón­ustu við viðskipta­vini þannig að auk­in áhersla verði lögð á sta­f­ræn­ar lausn­ir. Í kjöl­farið verða þjón­ustu­skrif­stof­ur VÍS víðs veg­ar um landið sam­einaðar í sex öfl­ug­ar þjón­ustu­skrif­stof­ur á Sel­fossi, Eg­ils­stöðum, Ak­ur­eyri, Sauðár­króki, Ísaf­irði og Reykja­vík. Breyt­ing­arn­ar taka gildi 1. októ­ber næst­kom­andi.” Segir í tilkynningu á heimasíðu VÍS. 

„Sam­skipti við viðskipta­vini fara í sí­aukn­um mæli fram í gegn­um net og síma og sam­kvæmt þjón­ustu­könn­un­um kalla viðskipta­vin­ir eft­ir auk­inni þjón­ustu á þeim vett­vangi. Áherslu­breyt­ing­um í þjón­ustu er ætlað að svara þessu kalli. VÍS hef­ur und­an­farið unnið að því að gera þjón­ustu við viðskipta­vini aðgengi­legri og ein­fald­ari með sta­f­ræn­um leiðum. Sem dæmi um það geta viðskipta­vin­ir VÍS nú til­kynnt öll tjón á Mitt VÍS.”

„Við mótuðum ný­lega skýra framtíðar­sýn um að VÍS verði sta­f­rænt þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Breyt­ing­arn­ar sem við ger­um núna eru í takt við þá sýn og er ætlað sam­ræma þjón­ust­una okk­ar og laga hana enn bet­ur að þörf­um viðskipta­vina sem vilja ein­föld, flækju­laus og skil­virk trygg­ingaviðskipti,” segir Helgi Bjarna­son for­stjóri VÍS.
„Við sjá­um skýr merki um að viðskipta­vin­ir okk­ar vilja í sí­aukn­um mæli nota sta­f­ræn­ar leiðir til að eiga við okk­ur sam­skipti. Okk­ar trú er að sú eft­ir­spurn fari vax­andi og kjarn­inn í okk­ar veg­ferð næstu miss­eri verður efla þjón­ust­una okk­ar á því sviði.”

Útibúið í Eyjum lokar því núna um mánaðarmótin. Þetta staðfestir Egill Arnar Arngrímsson sem verið hefur þjónustustjóri VÍS í Vestmannaeyjum undanfarin 14 ár á Eyjar.net. „Viðskiptavinir VÍS munu því þurfa að leita til skrifstofunnar á Selfossi og í Reykjavík til að fá úrlausnir sinna mála,” sagði Egill.