Eygló Egilsdóttir gaf út fyrr á árinu bók sem ber heitið #ómetanlegt en það er bók um jóga og núvitund. Textinn í bókinni inniheldur hagnýt ráð í hæfilega litlum bútum fyrir önnum kafið nútímafólk. Eygló ætlaði sér alltaf aðra hluti og er viðskiptafræðingur að mennt og var komin í vinnu í bankageiranum. Einn daginn fékk hún leið á þessu hefðbundna og fyrirséða og enndaði á að taka algjöra u-beygju í sínu lífi.

Eygló er dóttir hjónanna Helenu Weihe og Egils Jónssonar, yngst fimm systkina og segist hafa átt nokkuð hefðbundna æsku svona eins og hún gerist í Vestmannaeyjum. Eygló útskrifaðist úr grunn- og framhaldsskóla í Vestmanneyjum og flutti svo að heiman til þess að fara í háskólanám. „Það var þá, þegar ég flutti að heiman sem ég áttaði mig eiginlega fyrst á því hversu einstakur staður Eyjarnar eru, bæði samfélagið og náttúran. Ég ætlaði mér að flytja heim strax aftur um leið og tækifæri gæfist, en 15 árum seinna er ég þó ekki enn flutt heim, og ennþá í höfuðborginni. Ræturnar eru þó sterkar og þegar ég segi frá upprunanum, er ég fyrst Eyjakona, svo Íslendingur.“ 

Komin í annað tímabelti
Eygló kemur þó reglulega til Eyja því foreldrar hennar eiga hér hús. „Það er alltaf mjög gott að koma til Eyja, þetta er svo mikil paradís. Svo eru vegalengdir allar svo stuttar innanbæjar að mér finnst ég vera komin í annað tímabelti, það verður svo mikið úr tímanum. Þegar ég var tæpar tvær vikur í Eyjum í febrúar tókst mér til að mynda að klára handritið að bókinni #ómetanlegt, sem hafði einmitt setið mjög lengi á hakanum.“  

Var innst inni ekki alveg nógu ánægð
Eygló var eins og áður segir komin með vinnu í bankageiranum eftir útskrift úr háskólanum en þetta var allt saman rétt fyrir hrun, „ég var meira að segja svo heppin að halda vinnunni í gegnum bankahrunið. Ég var samt innst inni ekki alveg nógu ánægð, leiddist þetta hefðbundna og fyrirséða og endaði á að taka algjöra u-beygju.“ Eygló endaði á því að hætta í vinnunni til að fara í fullt nám en hætti svo í náminu skömmu seinna. „Þarna var ég þegar búin að kynnast jóga og ég fann að ég vildi gera eitthvað meira úr því. Næstu skref hjá mér var að fara í jógakennaranám og einnig Íþróttaakademíu Keilis þar sem ég nam einkaþjálfarann.“ 

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In