Það var ekki mikið undir þegar stelpurnar í ÍBV sóttu Selfoss heim í loka umferð Pepsí-deildar kvenna í dag.

Eyjastúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu þrjú dauðafæri á fyrstu mínútu leiksins. ÍBV hélt pressunni vel í fyrri hálfleik en Selfoss vörnin hélt og staðan 0-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var með heldur rólegra yfirbragði og leyfðu þjálfarar liðana yngri leikmönnum að spreyta sig.

Allt stefndi í markalaust jafntefli þegar ÍBV fékk dæmda á sig vítaspyrnu í uppbótatíma eftir að Bryndís Lára Hrafnkellsdóttir, markvörður ÍBV og Magdaleina Reimus, leikmaður Selfoss stukku saman ypp í bolta. Eyjamenn tóku því ekki vel og fékk  gult spjald og Ian Jeffs, þjálfari, rautt fyrir mótmæli eftir leik.

ÍBV endar því í 5. sæti með 25 stíg. 7 sigrar, 4 jafntefli, 7 töp og markahlutfallið 25:22 eða +3.
Markahæst í liði ÍBV var Cloé Lacasse með 10 mörk í 17 leikjum. Næst á eftir henni er Sameeka Fishley með 3 mörk í 14 leikjum.