Rokið við Stórhöfða verður hluti af markaðssetningu

Eignarhaldsfélagið Stórhöfði- Vestmannaeyjar stendur fyrir endurbyggingu á íbúðarhúsinu við Stórhöfða sem var byggt árið 1906. Þá hefur lendingarpallur fyrir þyrlur verið settur upp á svæðinu. Áætlað er að framkvæmdum ljúki eftir nokkra mánuði en eigendur ætla meðal annars að markaðssetja rokið á staðnum, visir.is greindi frá. Nokkrir athafnamenn sem standa að eignarhaldsfélaginu Stórhöfða í Vestmanneyjum fengu leyfi […]
ÍBV tryggði sæti sitt í efstu deild að ári

Eyjamenn tryggðu sæti sitt í efstu deild á næsta tímabili í dag með góðum sigri á nýkrýndum Bikarmeisturum Stjörnunnar á Hásteinsvelli í dag. Um leið gerðu þeir svo gott sem út um íslandsmeistaradrauma Stjörnumanna. Stjarnan komst yfir á 23. mínútu þegar Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, felldi Guðjón Baldvinsson inn í teig Eyjamanna. Hilmar Árni […]
Þetta er áhugamál mitt og félagsskapurinn ómetanlegur

Við Vestmannabraut í KFUM og K húsinu er myndlistafélag Vestmannaeyja starfrækt. Félagið var stofnað árið 2009 þegar nokkrar konur ákváðu að mynda félag í kringum listsköpun sína. Sigrún Þorsteinsdóttir er ein af stofnendum og hefur hún einnig verið formaður félagsins frá upphafi. Sigrún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og er gift Sigurði Elíassyni. Alla tíð hefur Sigrún […]
Síðasti heimaleikur karlanna í dag

Þá er komið að því! Síðasti heimaleikurinn á tímabilinu 2018. ÍBV- Stjarnan sunnudaginn 23. sept. kl. 14:00. Heiðursgestir leiksins verða 20 og 50 ára íslands- og bikarmeistarar. Pallapartý klukkutíma fyrir leik (verður inni ef veðrið leikur ekki við okkur líkt og síðast). Pulsur og öl fyrir alla í ÍBV búning og/eða bakhjarla ÍBV. Sparkvöllur fyrir […]