Lands­sam­band ís­lenskra verzl­un­ar­manna (LÍV) harm­ar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjón­ustu­skrif­stof­um sín­um á lands­byggðinni og ger­ir kröfu um að hún verði end­ur­skoðuð. Þetta kom fram í álykt­un sem sam­bandið sendi frá sér.

At­huga­semd er gerð við að aðgerðirn­ar bitni fyrst og fremst á lands­byggðinni, og að fjöldi ein­stak­linga missi með þessu vinnu sína eða þurfi að sækja vinnu landsvæða á milli. LÍV seg­ir að verði ákvörðunin ekki end­ur­skoðuð megi gera ráð fyr­ir að marg­ir muni leita annað með viðskipti sín.

VÍS til­kynnti um áætlan­ir sín­ar í síðustu viku, en sam­kvæmt þeim á að loka tveim­ur þjón­ustu­skrif­stof­um á lands­byggðinni, þar á meðal hér í Vestmannaeyjum og sam­eina aðrar sex í stærri ein­ing­ar. Þetta gera þeir vegna end­ur­skipu­lagn­ing­ar og ein­föld­un­ar þjón­ustu­fyr­ir­komu­lags. Tals­verðrar óánægju gæt­ir vegna fyr­ir­ætlan­anna og þar á meðal viðskiptavina VÍS í Vestmannaeyjum.