Við hittumst á vinnustofu Valdimars Leifssonar, kvikmyndagerðarmanns á lofti í gamalli kró við Geirsgötu við Gömlu höfnina í Reykjavík. Blaðamaður, Gísli Pálsson, frá Bólstað í Vestmannaeyjum, mannfræðingur og rithöfundur og Valdimar sem ekki er maður einhamur. Þarna er hann með aðstöðu til að sýna myndir sem hann hefur gert, m.a. um Eyjafjallagosið. Umhverfið er kunnuglegt, minnir á krærnar í Vestmannaeyjum sem nokkrar  hafa verið gerðar upp og nýttar til veisluhalda við sérstök tækifæri og trilluspjall þegar svo ber undir. Valdimar fellur vel inn í umhverfið en við Gísli erum gestirnir. Hann gæti verið að koma úr róðri á trillunni sinni, léttur á bárunni. En hann rær ekki með línu og handfæri, kvikmyndavélin er hans veiðarfæri og með henni hefur hann fangað margan stóran viðburðinn.

Leiðir Gísla og Valdimars lágu saman við gerð myndarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér, sem þeir félagar gerðu og segir sögu Hans Jónatans sem Gísli skráði í samnefndri bók sem farið hefur víða. Árið 1802 höguðu örlögin því þannig að ungur þeldökkur maður, þræll og stríðshetja frá Jómfrúreyjum, danskri nýlendu í Karíbahafi, settist óvænt að á Djúpavogi, kvæntist og gerðist verslunarmaður og bóndi. Nafn hans hefur verið sveipað ljóma en lítið um hann ritað. Hvers vegna kom hann til Íslands? Hvernig brugðust landsmenn við honum og hvernig brást hann við þeim? Frá þessu segir í bókinni og kvikmyndinni sem fylgdi á eftir.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In