Átak í umferðaöryggi leik- og grunnskólabarna var meðal þess sem rætt var á 308. fundi færðsluráðs í gær fimmtudaginn 27. september.

„Fræðsluráð leggur til að gert verði átak í umferðaröryggi leik- og grunnskólabarna. Ráðið felur framkvæmdastjóra að afla upplýsinga um slysatíðni og fjölda umferðaslysa barna hjá lögreglu. Jafnframt felur ráðið framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðsusviðs að fara þess á leit við umhverfis- og skipulagsráð að skoða m.a. merkingar gangbrauta, fjölda umferðaskilta og merkingar við gatnamót með umferðaröryggi að leiðarljósi.”

Fundagerðina í heild sinni má lesa hér.