Hann var þýðingarlítill leikur ÍBV og Grindavíkur í lokaumferð Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið gengu því pressulaus inn á Grindavíkurvöll.

Leikurinn var síðasti leikur ÍBV undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara. En einnig var þetta síðasti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar á ferlinum og má svo sannarlega segja að hann hafi kvatt með stæl.

Leikurinn var fjörugur strax frá upphafi og skoruðu heimamenn fyrsta markið strax á fjörðu mínútu. Gunnar Heiðar svaraði þá strax og skoraði tvö mörk. Fyrst á sjöttu mínútu og svo aftur á þeirri tíundu. Staðan því 1-2 eftir aðeins tíu mínútna leik og þannig stóð fram að leikhléi.

Grindvíkingar komu sterkari inn í síðari hálfleikin og jöfnuðu leikinn á 50. mínútu. En Eyjamenn komust þó fljótt yfir aftur með marki frá Jonathan Franks níu mínútum síðar.

Kaj Leo í Bartalsstovu jók svo forystu ÍBV með marki á 83. mínutu í autt mark Grindavíkur eftir góðan sprett Eyþórs Orra Ómarssonar.

Það var svo sem lokaði leiknum, tímabilinu, þrennunni og fótboltaferlinum með sínu 65. marki fyrir ÍBV. Lokatölur Grindavík 2, ÍBV 5.

ÍBV endar í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með 29 stig. Sem verður að teljast vel ásættanlegur árangur.