1,2 milljarðar í veiðigjöld í Vestmannaeyjum

Fiskistofa birti á vef sínum í gær yfirlit yfir álagningu veiðigjalda. Samkvæmt því greiða útgerðir í Vestmannaeyjum tæplega 1,2 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Af útgerðum í Eyjum greiðir Ísfélagið mest eða tæpar 349 milljónir, þá Vinnslustöðin með 321 milljón. Bergur-Huginn greiðir tæpar 229 milljónir og ÓS ehf sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur […]
Besta lundaball ársins

Um helgina fór fram í Höllinni hið árlega Lundaball. Að þessu sinni var það í höndum Álseyinga. Rúmlega 400 manns mættu til matar og var almenn ánægja með skemmtunina. Voru gestir sammála um það að þetta sé langbesta lundaball sem haldið hefur verið á árinu. Okkar maður Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum með […]
David Atkinsson og Cloe Lacasse leikmenn ársins

Á laugardagskvöldið síðasta fór svo fram lokahóf knattspyrnunnar hjá ÍBV. Þar voru þeir sem þóttu standa fram úr í sumar verðlaunaðir. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: 2.flokkur karla. Markahæstur: Daníel Már Sigmarsson Mestar framfarir: Daníel Scheving ÍBV-ari: Guðlaugur Gísli Guðmundsson Leikmaður ársins: Eyþór Daði Kjartansson 2.flokkur kvenna. Leikmaður ársins: Birgitta Sól Vilbergsdóttir Fréttabikar karla: Sigurður Arnar Magnússon Fréttabikar kvenna: Clara […]