Fiskistofa birti á vef sínum í gær yfirlit yfir álagningu veiðigjalda. Samkvæmt því greiða útgerðir í Vestmannaeyjum tæplega 1,2 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2017/2018.

Af útgerðum í Eyjum greiðir Ísfélagið mest eða tæpar 349 milljónir, þá Vinnslustöðin með 321 milljón. Bergur-Huginn greiðir tæpar 229 milljónir og ÓS ehf sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur VE 401 greiðir 109 milljónir.

Alls eru þau 27 útgerðarfélögin í Eyjum sem greiða veiðigjald. Í töflunni hér að neðan má sjá lista yfir þau.

Á landinu öllu greiðir HB Grandi langmest eða rúman milljarð. Samtals eru greiddir rúmir 11, 2 milljarðar króna í veiðigjöld fyrir fiskveiði árið 2017/2018.