Kráin komin í miðbæinn

Kári í nýju Kránn, sem er öll hin glæsilegasta.i

Kári Vigfússon veitingamaður sem rekið hefur Krána við Boðaslóð hefur nú flutt starfsemina og opnað á nýjum stað að Bárustíg 1.

„Viðbrögðin hafa verið frábær og almenn ánægja með nýja staðinn,” sagði Kári í spjalli við Eyjafréttir. „Við erum að bjóða uppá gamla góða matseðilinn með Hlölla í fararbroddi. Þó erum við líka með einhverjar nýjungar í boði. T.d. kjúklingaborgara og geggjaða kjúklingabita.“ Kári hefur þá sagt skilið við sælgætið og býður eingöngu uppá mat.

„Á móti er nú hægt að kíkja í Krána og setjast niður með bjór og burger,” sagði Kári að lokum.

Textílmiðstöð

Opið er alla virka daga frá kl. 10 til 22 og 11 til 22 um helgar.

Mest lesið