Kári Vigfússon veitingamaður sem rekið hefur Krána við Boðaslóð hefur nú flutt starfsemina og opnað á nýjum stað að Bárustíg 1.

„Viðbrögðin hafa verið frábær og almenn ánægja með nýja staðinn,” sagði Kári í spjalli við Eyjafréttir. „Við erum að bjóða uppá gamla góða matseðilinn með Hlölla í fararbroddi. Þó erum við líka með einhverjar nýjungar í boði. T.d. kjúklingaborgara og geggjaða kjúklingabita.” Kári hefur þá sagt skilið við sælgætið og býður eingöngu uppá mat.

„Á móti er nú hægt að kíkja í Krána og setjast niður með bjór og burger,” sagði Kári að lokum.

Opið er alla virka daga frá kl. 10 til 22 og 11 til 22 um helgar.